Travis Scott
Travis Scott | |
|---|---|
Travis Scott árið 2014 | |
| Upplýsingar | |
| Fæddur | Jacques Bermon Webster II 30. apríl 1991 |
| Uppruni | Houston, Texas, Bandaríkin |
| Störf | Rappari, söngvari og lagahöfundur |
Jacques Bermon Webster II (f. 30. apríl 1991), betur þekktur undir sviðsnafninu Travis Scott, er bandarískur rappari, söngvari og lagahöfundur. Hann hefur átt samtals fimm lög sem hafa náð fyrsta sæti á U.S. Billboard Hot 100-vinsældalistanum, en hann á alls yfir hundrað lög sem hafa komist á vinsældalista. Hann hefur verið tilnefndur til tíu Grammy-verðlauna og unnið til Latin Grammy-verðlauna, Billboard Music-verðlauna, MTV Video Music-verðlauna og nokkurra BET Hip Hop-verðlauna.[1] Tónlistinni hans hefur verið lýst sem „blöndu af hefðbundinni hipphopptónlist og lágtæknitónlist“ og einkennist af þokulegri og atburðasnauðri raftónlist (ambient-tónlist), með áberandi áhrifum frá röppurunum Kanye West og Kid Cudi. Sviðsnafn hans er dregið af ekta nafni hins síðarnefnda, Scott Mescudi, ásamt nafni eins uppáhaldsfrænda síns.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Musicboard. „Travis Scott's discography“. Musicboard (enska). Sótt 20 ágúst 2025.