Omar al-Bashir
Útlit
| Omar al-Bashir | |
|---|---|
| عمر البشير | |
Omar al-Bashir árið 2009. | |
| Forseti Súdans | |
| Í embætti 30. júní 1989 – 11. apríl 2019 | |
| Forsætisráðherra | Bakri Hassan Saleh Motazz Moussa Mohamed Tahir Ayala |
| Varaforseti | Sjá lista |
| Forveri | Ahmed al-Mirghani |
| Eftirmaður | Ahmed Awad Ibn Auf (sem formaður bráðabirgðaherstjórnar) |
| Persónulegar upplýsingar | |
| Fæddur | 1. janúar 1944 Hosh Bannaga, Súdan |
| Þjóðerni | Súdanskur |
| Stjórnmálaflokkur | Súdanski þjóðarráðsflokkurinn |
| Maki | Fatima Khalid Widad Babiker Omer |
| Háskóli | Egypski hernaðarháskólinn |
Omar Hassan Ahmad al-Bashir (fæddur 1. janúar 1944) var 7. forseti Súdans. Hann komst til valda í valdaráni hersins árið 1989 en hann var liðsforingi þar. Áður hafði hann verið í egypska hernum og tók þátt í stríðinu árið 1973 gegn Ísrael. Al-Bashir var kosinn þrisvar til embættis forseta en grunsemdir hafa verið um kosningasvindl.
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur sakað al-Bashir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð, þar á meðal í Darfúr. [1]
Í febrúar árið 2019 lýsti al-Bashir yfir neyðarástandi en mótmæli gegn honum stigmögnuðust. Í byrjun apríl tók herinn við völdum og setti al-Bashir í stofufangelsi. [2] Þann 14. desember sama ár var al-Bashir dæmdur í tveggja ára stofufangelsi í betrunarmiðstöð.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Omar al-Bashir: Sudan's long-serving president BBC, skoðað, 11 apríl, 2019.
- ↑ Omar Al-Bashir ‘under house arrest’: reports Arabnews, skoðað 11. apríl, 2019
- ↑ Ásrún Brynja Ingvarsdóttir (14. desember 2019). „Fyrrverandi forseti Súdan dæmdur fyrir misferli“. RÚV. Sótt 14. desember 2019.
| Fyrirrennari: Ahmed al-Mirghani |
|
Eftirmaður: Ahmed Awad Ibn Auf (sem formaður bráðabirgðaherstjórnar) | |||