Aldeyjarfoss
Útlit

Aldeyjarfoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Fossinn er umkringdur stuðlabergi en það er hluti af Bárðardalshrauni. Fossinn fellur fram af hrauninu þar sem það leggst upp að eldra bergi. Hvíti litur jökulfljótsins þykir mynda skemmtilega andstæðu við dökkt stuðlabergið. Fallið er um 20 metrar.
Í og við björg fossins verpa fálkar, smyrlar, heiðagæsir, grágæsir og gulendur.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Aldeyjarfoss“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. mars 2010.
- „Friðum Skjálfandafljót - Grein“. Sótt 3. mars 2010.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Aldeyjarfossi.
