Forsíða
Velkomin á Wikipediu,
frjálsa alfræðiritið sem allir geta unnið að.
60.828 greinar á íslensku.
Írska borgarastyrjöldin
Írska borgarastyrjöldin var háð á Írlandi frá 1922 til 1923 á milli stuðningsmanna og andstæðinga ensk-írska sáttmálans sem írskir sjálfstæðisleiðtogar höfðu samið við Breta í kjölfar írska sjálfstæðisstríðsins í desember árið 1921. Meirihluti Íra fylgdi Arthur Griffith og Michael Collins, meðlimum í fyrstu ríkisstjórn írska fríríkisins sem sáttmálinn hafði stofnsett, að málum. Minnihluti landsmanna fylgdi Éamon de Valera að málum og vildi hafna skilmálum sáttmálans. Stríðið braust út eftir að stuðningsmenn sáttmálans unnu sigur í þingkosningum árið 1922. Í stríðinu féllu um 4.000 Írar í valinn á tæpu ári. Átökunum lauk með sigri samningssinna fríríkisstjórnarinnar gegn samningsandstæðingunum.
Borgarastríðið hafði djúpstæð áhrif á stjórnmál Írlands sem enn gætir í dag. Tveir helstu stjórnmálaflokkar írska lýðveldisins, Fianna Fáil og Fine Gael, rekja uppruna sinn til stríðsaðilanna í borgarastyrjöldinni.
Vissir þú...

- … að Ameríkuvegurinn, sem nær frá Prudhoe Bay í Alaska til Ushuaia í Argentínu, er stundum sagður lengsti þjóðvegur í heimi?
- … að talið er að aðeins ein manneskja hafi nokkurn tímann borið nafnið Sigurmagnús?
- … að Mars sjálfboðaliðanna er fyrsti þjóðsöngur Kína með texta á kínversku alþýðumáli í stað klassískrar kínversku?
- … að nafn titilpersónunnar í sögunni um dr. Jekyll og hr. Hyde (sjá mynd) var fengið frá prestinum Walter Jekyll, vini höfundarins?
- … að hvalalýs halda sér utan á hval alla ævi og deyja ef þær detta af?
Fréttir

- 17. nóvember: Sheikh Hasina Wazed (sjá mynd), fyrrum forsætisráðherra Bangladess, er dæmd til dauða fyrir glæpi gegn mannúð.
- 10. nóvember: Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir af sér sem ríkislögreglustjóri.
- 4. nóvember: Zohran Mamdani er kjörinn borgarstjóri New York.
- 24. október: Catherine Connolly er kjörin forseti Írlands.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas
Nýleg andlát: Helgi Pétursson (16. nóvember) • James D. Watson (6. nóvember) • Dick Cheney (3. nóvember)
21. nóvember
- 2006 - Skæruliðar í Nepal undirrituðu vopnahléssamning sem batt enda á 10 ára borgarastyrjöld.
- 2006 - Líbanski ráðherrann Pierre Amine Gemayel var skotinn til bana í bifreið sinni í Beirút.
- 2009 - Yfir 100 kolanámumenn fórust í sprengingu í kolanámu við Hegang í Kína.
- 2010 - Ísrael hóf að reisa 25 mílna langan múr á landamærum Gasa og Egyptalands.
- 2010 - Evruríkin samþykktu fjárhagsaðstoð handa Írlandi.
- 2013 - Kreppan í Úkraínu hófst þegar Viktor Janúkóvitsj frestaði undirbúningi að inngöngu í Evrópusambandið.
- 2019 – Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, var ákærður fyrir spillingu.
- 2021 – Abdalla Hamdok var aftur gerður forsætisráðherra Súdans eftir viðræður við valdaránsmenn úr hernum sem steyptu honum af stóli í október.
Systurverkefni
|
|