Fara í innihald

Atacama Large Millimeter Array

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sýn listamanns á Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA) á Chajnantorsléttunni í Chile.

Atacama Large Millimeter/submillimeter Array eða ALMA er alþjóðlegt samstarfsverkefni Evrópu (ESO), Norður Ameríku, austur Asíu og Chile um smíði stærsta stjörnusjónauka heims. ALMA er víxlmælir, röð 66 12 metra og 7 metra útvarpssjónauka sem mæla millímetra og hálfsmillímetra bylgjulengdir (0,3 til 9,6 mm). Stjörnustöðin er í smíðum í 5000 metra hæð yfir sjávarmáli á Chajnantor sléttunni í Atacamaeyðimörkinni í norður Chile. Hún er því hæsta stjörnustöð heims. ALMA er ætlað að rannsaka myndun stjarna snemma í sögu alheimsins og ljósmynda myndunarsvæði stjarna og reikistjarna í Vetrarbrautinni okkar. Kostnaður við verkefnið nemur meira en 1 milljarði bandaríkjadala. Fyrstu mælingar með ALMA hófust síðla árs 2011[1] en sjónaukinn verður tekinn í fulla notkun árið 2013.[2]

Heimildir

  1. ALMA opnar augun — Fyrsta myndin birt frá öflugasta millímetra/hálfsmillímetra sjónauka heims http://www.eso.org/public/iceland/news/eso1137/ Geymt 6 október 2011 í Wayback Machine sótt (3.10.2011)
  2. Sævar Helgi Bragason (2011). Atacama Large Millimeter/submillimeter Array (ALMA). Stjörnufræðivefurinn http://www.stjornuskodun.is/alma Geymt 31 desember 2009 í Wayback Machine sótt (4.6.2011)

Tenglar

  Þessi stjörnufræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.