Fara í innihald

HTML5

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 12. maí 2010 kl. 15:24 eftir Akigka (spjall | framlög)
HTML5 (HyperText Markup Language)
Skráarending:HTML: .htm, .html
XHTML: .xhtml, .xht, .xml
MIME-gerð:HTML: text/html
XHTML: application/xhtml+xml, application/xml
Kóðategund:TEXT
UTI:public.html
Hönnun:W3C
Tegund forsniðs:Ívafsmál
Útfærsla á:HTML, XML
Staðall:WHATWG Editor's draft
W3C Editor's draft

HTML5 er ívafsmál fyrir vefsíður sem er í þróun hjá W3C sem næsta útgáfa HTML. Ætlunin er að HTML5 taki við af HTML4.1, XHTML 1.0 og DOM Level 2 HTML. Hugmyndin er að það minnki þörfina fyrir íforrit sem nú eru notuð til að skila ákveðinni tegund af margmiðlun, eins og Adobe Flash, Microsoft Silverlight og Sun JavaFX. Þannig víkkar staðallinn út notkunarmöguleika skjalalíkansins og skriftumála og bætir við nýjum forritunarviðmótum á borð við skilgreint svæði fyrir tvívíða teikningu (<canvas>), afspilun kvikmynda og hljóðs (<video>, <audio>) og margt fleira.

Ætlunin var að HTML5 yrði að W3C-tilmælum síðla árs 2010 en mikill dráttur hefur orðið á vinnslu þess.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.