Fara í innihald

CSS

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 24. febrúar 2006 kl. 22:59 eftir Jokullsolberg (spjall | framlög)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

CSS eða Cascading Style Sheets má lauslega þýða sem Fallandi Stílsnið. Stílsnið henta vel til aðskilnaðar innihalds og útlits (e. seperation of content from presentation) þar sem innihaldi XML skjals eru gerð útlitstengd skil. Aðskilnaður innihalds og útlits var boðaður af W3C með XHTML staðlinum.

Munur á HTML og XHTML/CSS

Í HTML er "í lagi" að skilgreina t.d. leturgerð á eftirfarandi hátt:

<P COLOR="Red">Rauður Texti</p>

Með tilkomu XHTML og aðskilnaðar innihalds og útlits er aðferðin eftirfarandi í CSS

p { color: red; }

XHTML bútur

<p>Rauður Texti</p>

Til að tengja skjölin tvö saman þarf að vísa í CSS skjaliðí <head> hluta XHTML skjalsins.

<link rel="stylesheet" type="text/css" media="screen,projection" href="screen.css" />

Kostir CSS

  • Í media hluta dæmisins að ofan er miðill skjalsins er tilgreindur. Með þessu móti má aðgreina mismunandi útlit á sama innihald (XML/XHTML) fyrir t.d. prentverk eða lófatölvu og vísa þá í mismunandi CSS skjal fyrir hvern og einn miðil.
  • Mun auðveldara er að uppfæra útlit yfir heilt vefsvæði þar sem öllum útlitstengdum reglum er haldið til haga í fáum skjölum.
  • CSS býður upp á fullkomnari stjórn á útliti skjala.
  • CSS býður upp á möguleika sem bæta aðgengi fatlaðra að innihaldi skjala.
  • CSS minnkar í mörgum tilfellum stærð skjala.