Erítrea
Útlit
| |||||
Kjörorð: Ekkert | |||||
![]() | |||||
Opinbert tungumál | tígrinja, arabíska og enska | ||||
Höfuðborg | Asmara | ||||
Forseti | Isaias Afewerki | ||||
Flatarmál - Samtals - % vatn |
97. sæti 121.320 km² Nær ekkert | ||||
Mannfjöldi - áætl. (2005) - Samtals (2002) - Þéttleiki byggðar |
115. sæti 4.561.599 4.298.269 38/km² (135. sæti) | ||||
VLF (PPP) - Samtals - Á mann |
áætl. 2005 4.250 (155. sæti) 917 (177. sæti) | ||||
Sjálfstæði - Takmarkað - Fullt |
frá Eþíópíu 29. maí, 1991 24. maí, 1993 | ||||
Gjaldmiðill | Nakfa | ||||
Tímabelti | UTC +3 | ||||
Þjóðsöngur | Ertra, Ertra, Ertra | ||||
Þjóðarlén | .er | ||||
Alþjóðlegur símakóði | 291 |
Erítrea er land í Austur-Afríku með landamæri að Súdan í vestri, Eþíópíu í suðri og Djíbútí í austri. Landið á langa strandlengju við Rauðahafið. Nafnið Erítrea er einfaldlega ítalska útgáfa gríska heitisins yfir Rauðahafið, ΕΡΥΘΡΑΙΑ. Bretar tóku við stjórn landsins af Ítölum 1941. Landið varð síðan sambandsríki Eþíópíu með eigið þing en síðan innlimað 1960. Þá hófst vopnuð sjálfstæðisbarátta sem stóð þar til landið fékk sjálfstæði 1993. Mannskætt stríð blossaði upp milli ríkjanna 1998 út af landamæradeilum, og lauk formlega með Alsírsáttmálanum 2000.