Fara í innihald

Arch Linux

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Arch Linux

Skjámynd af skjáborði Arch Linux
ÚtgefandiLevente Polyak
FjölskyldaLinux (Unix-legt)
KjarniLinuxkjarninn
Vefsíðaarchlinux.org

Arch Linux er útgáfa af Linux-stýrikerfinu fyrir tölvur sem byggja á ákveðinni gerð af örgjörvum svo sem IA-32 og x86-64. Það er aðallega byggt upp af frjálsum og opnum hugbúnaði og í kringum það er virkt notendasamfélag. Arch Linux er textamiðað sem þýðir að það er aðallega stjórnað með því að slá inn skipanir í skipanalínu, en það er hannað til að vera einfalt í uppsetningu og þægilegt í notkun þegar það er komið í gang. Það byggir á svokallaðri KISS-hönnun (Keep it Simple, Stupid) en hugmyndin á bak við hana er að halda hlutunum eins einföldum og hægt er.