HTML5
HTML5 (HyperText Markup Language) | |
---|---|
![]() | |
Skráarending: | HTML: .htm, .html |
MIME-gerð: | HTML: text/html |
Kóðategund: | TEXT |
UTI: | public.html |
Hönnun: | W3C |
Tegund forsniðs: | Ívafsmál |
Útfærsla á: | HTML, XML |
Staðall: | WHATWG Editor's draft W3C Editor's draft |
HTML5 er ívafsmál fyrir vefsíður. HTML5 var síðasta opinbera útgáfa HTML frá samtökunum W3C og kom út í október 2014. Hugmyndin var að það minnkaði þörfina fyrir íforrit sem voru notuð til að skila ákveðinni tegund af margmiðlun, eins og Adobe Flash, Microsoft Silverlight og Sun JavaFX. Þannig víkkaði staðallinn út notkunarmöguleika skjalalíkansins og skriftumála og bætir við nýjum forritunarviðmótum á borð við skilgreint svæði fyrir tvívíða teikningu (<canvas>
), afspilun kvikmynda og hljóðs (<video>, <audio>
) og margt fleira.
Ætlunin var að HTML5 yrði að W3C-tilmælum síðla árs 2010 en mikill dráttur varð á vinnslu þess. Stuðningur vafra við HTML5 var lengi takmarkaður en það breyttist þegar aðgerðasafnið WebKit, sem meðal annars er notað í vafranum Safari, útfærði meiri stuðning en áður hafði þekkst árið 2007. Í kjölfarið ákvað Apple Inc. að sleppa stuðningi við Adobe Flash í bæði iPhone og iPad. Þetta skapaði aukinn þrýsting á að útfæra margmiðlun á vefsíðum með HTML5 í stað Flash.
Vegna þess hve langan tíma tók að ljúka við HTML5 hófu grasrótarsamtökin WHATWG (upphaflega póstlisti forritara frá sumum af stærstu fyrirtækjum bandaríska tæknigeirans) að þróa HTML á eigin spýtur. Samtökin voru stofnuð eftir að sameiginlegri tillögu frá þróunaraðilum vafranna Opera og Mozilla var hafnað af W3C árið 2004. Árið 2019 lét W3C WHATWG þróun HTML eftir, þar sem samtökin töldu að tveir aðskildir staðlar væru skaðlegir. Síðasta uppfærsla HTML5 kom út árið 2017 og þróun staðalsins var hætt 2018.
Helstu breytingar miðað við HTML 4.1/XHTML 1.x
[breyta | breyta frumkóða]
|
|