Fara í innihald

HTML

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 26. mars 2015 kl. 10:26 eftir Dexbot (spjall | framlög) (Removing Link GA template (handled by wikidata))
HTML (HyperText Markup Language)
Skráarending:.html, .htm
MIME-gerð:text/html
UTI:public.html
Hönnun:W3C
Tegund forsniðs:Ívafsmál
Útfærsla á:SGML
Útfært í:XHTML
Staðall:W3C 4,01 (Tilmæli)

HTML eða HyperText Markup Language er ívafsmál notað til þess að sníða stiklutexta, oftast notað við gerð vefsíðna og stundum tölvupósts. HTML er nú staðall haldið við af Alþjóðasamtökum um veraldarvefinn, W3C. Nýjasta opinbera útgáfa þess er HTML5.

Sérstök merki, tög (oft kölluð mörk),eru notuð í HTML til að merkja á rökréttan hátt hvaða hlutar skjalsins þýða hvað, til dæmis hver fyrsta fyrirsögnin á síðunni er, merkin eru táknuð með goggum, eða minna en og stærra en merkjum. Einnig er stór hluti taga í HTML sem segir til um útlit hluta skjalsins en HTML hefur einmitt verið gagnrýnt fyrir að greina ekki nægilega vel á milli útlits og innihalds.

Dæmi um HTML5 kóða:

<!DOCTYPE html>
<html lang="is">
  <head>
    <meta http-equiv="Content-Type" content="text/html; charset=UTF-8">
    <title>Halló heimur!</title>
  </head>
  <body>
    <p>Halló heimur!</p>
  </body>
</html>
Myndræn sundurliðun á atriðum HTML-liðs.

Tenglar