Erítrea
ሃግሬ ኤርትራ Hagere Ertra | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Þjóðsöngur: Ertra, Ertra, Ertra | |
![]() | |
Höfuðborg | Asmara |
Opinbert tungumál | tígrinja, arabíska og enska |
Stjórnarfar | Flokksræði
|
Forseti | Isaias Afewerki |
Sjálfstæði | |
• frá Eþíópíu | 29. maí, 1991 |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
101. sæti 117.600 km² 0,14 |
Mannfjöldi • Samtals (2012) • Þéttleiki byggðar |
107. sæti 6.233.682 51,8/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2012 |
• Samtals | 4,396 millj. dala (157. sæti) |
• Á mann | 776 dalir (183. sæti) |
Gjaldmiðill | Nakfa (ERN) |
Tímabelti | UTC+3 |
Þjóðarlén | .er |
Landsnúmer | +291 |
Erítrea er land í Austur-Afríku með landamæri að Súdan í vestri, Eþíópíu í suðri og Djíbútí í austri. Landið á langa strandlengju við Rauðahafið en handan þess eru Sádí-Arabía og Jemen. Erítrea nær einnig yfir Dahlak-eyjaklasann og hluta Hanish-eyja. Nafnið Erítrea er ítölsk útgáfa gríska heitisins Ἐρυθραία (Eryþraia) sem merkir „rautt (land)“.
Íbúar Erítreu tilheyra mörgum þjóðarbrotum en níu eru opinberlega viðurkennd. Flestir tala ýmis semísk eða kúsísk mál. Yfir helmingur talar tígrinja og Tígrar eru um þriðjungur þjóðarinnar. Að auki eru þar ýmsir hópar Nílóta sem tala nílósaharamál. Um helmingur íbúa aðhyllist kristni og um helmingur íslam.
Konungsríkið Aksúm náði yfir það sem nú er Erítrea og norðurhluta Eþíópíu frá því um 100 til 940 e.Kr. Síðar var landið hluti af konungsríkinu Medri Bahri frá 12. öld þar til Ítalir hófu að leggja það undir sig frá 1882 ásamt öðrum sjálfstæðum og hálfsjálfstæðum héruðum norðan við Eþíópíu. Ítalska Erítrea var formlega búin til árið 1890. Eftir Annað Abyssiníustríðið 1936 lögðu Ítalir Eþíópíu undir sig og sameinuðu Erítreu undir heitinu Ítalska Austur-Afríka. Andspyrna gegn hernámi Ítala var útbreidd í Eþíópíu. Árið 1940 lögðu Ítalir síðan Breska Sómalíland undir sig. Eftir orrustuna um Keren 1941 tóku Bretar við stjórn landsins til 1951 þegar Erítrea varð sambandsríki innan Eþíópíu. Landið var með eigið þing en var síðan innlimað 1960. Þá hófst vopnuð sjálfstæðisbarátta sem stóð þar til landið fékk de facto sjálfstæði 1991 (opinberlega viðurkennt 1993). Mannskætt stríð blossaði upp milli ríkjanna 1998 út af landamæradeilum, og lauk formlega með Alsírsáttmálanum 2000.