WebKit
Útlit

WebKit er myndsetningarvél fyrir myndsetningu vefsíðna. Google Chrome-vafrinn notaði vélina fram að útgáfu 27 og Safari-vafrinn frá Apple notar hana líka. WebKit er skrifað í C++ en hjúpað með Objective-C-forritunarviðmóti í stýrikerfum Apple.
Upphaf WebKit má rekja til þess að Apple-forritarar kvísluðu myndsetningarvél KDE-verkefnisins, KHTML, árið 2001 og þróuðu áfram fyrir Mac OS X. Árið 2005 gaf Apple alla hluta WebKit út með opnu notendaleyfi.
Helstu hlutar WebKit eru WebCore sem útfærir myndsetningarvélina og DOMið, JavaScriptCore sem útfærir stuðning við JavaScript og Drosera sem er JavaScript-villuleitarforrit.