HTML
HTML (HyperText Markup Language) | |
---|---|
Skráarending: | .html, .htm |
MIME-gerð: | text/html |
UTI: | public.html |
Hönnun: | W3C |
Tegund forsniðs: | Ívafsmál |
Útfærsla á: | SGML |
Útfært í: | XHTML |
Staðall: | W3C 4,01 (Tilmæli) |
HyperText Markup Language eða HTML er ívafsmál notað til þess að sníða stiklutexta, oftast notað við gerð vefsíðna og er það einföld útgáfa á SGML ívafsmálinu. HTML er nú staðall haldið við af Alþjóðasamtökum um veraldarvefinn (W3C) og er nýjasta útgáfa þess 4.01 en W3C mælir með að fólk noti hið XML byggða XHTML í stað þess. Sérstök merki, tög (oft kölluð mörk),eru notuð í HTML til að merkja á rökréttan hátt hvaða hlutar skjalsins þýða hvað, til dæmis hver fyrsta fyrirsögnin á síðunni er, merkin eru táknuð með goggum, eða minna en og stærra en merkjum. Einnig er stór hluti taga í HTML sem segir til um útlit hluta skjalsins, en HTML hefur einmitt verið gagnrýnt fyrir að greina ekki nægilega vel á milli útlitsþátta (umbrots) og innihalds.
Dæmi um HTML5 kóða:
<!doctype html>
<html lang="is">
<head>
<meta http-equiv="Content-Type" content="text/html; charset=UTF-8">
<title>Halló heimur!</title>
</head>
<body>
<p>Halló heimur!</p>
</body>
</html>
