Fara í innihald

Raspberry Pi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 4. ágúst 2012 kl. 21:17 eftir Xqbot (spjall | framlög) (r2.7.3) (Vélmenni: Bæti við: ml:റാസ്ബെറി പൈ, zh:Raspberry Pi; útlitsbreytingar)
Raspberry Pi

Raspberry Pi er lófastór tölva á einu spjaldi sem þróuð er í Bretlandi af fyrirtækinu Raspberry Pi Foundation. Tölvan mun verða til í tveimur útgáfum sem gert er ráð fyrir að kosti US$25 og $35 auk skatta. Byrjað var að taka við pöntunum á stærri gerðinni 29. febrúar 2012. Raspberry Pi er hugsuð sem kennslutæki til forritunarkennslu í skólum. Hönnun byggir á BCM2835 kubbi og 700 MHz örgjörva, og 256 Mb vinnsluminni. Tölvan er ekki með hörðum disk heldur SD korti til að ræsa og geyma gögn. Gert er ráð fyrir að tölvan komi með Fedora Linux stýrikerfi með stuðningi fyrir Debian og Arch Linux líka.

Það er einnig gert ráð fyrir verkfærum sem styðja við Python sem aðalforritunarmálið. Aflgjafi og SD kort verða ekki innifalin en hægt að kaupa það samtímis og tölvuna.

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.