Fara í innihald

JavaScript

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 18. ágúst 2011 kl. 21:43 eftir Akigka (spjall | framlög)

JavaScript er hlutbundið forritunarmál sem er oft notað á vefsíðum. JavaScript er venjulega túlkað forritunarmál eða forskriftumál. Helstu vafrar eru með innbyggðan JavaScript-túlk. JavaScript var upphaflega þróað af Brendan Eich starfsmanni Netscape Communications. Fyrsti innbyggði JavaScript-túlkurinn var hluti af Netscape Navigator 3.0 vafranum sem kom út 19. ágúst árið 1996.

JavaScript var staðlað árið 1997 undir heitinu ECMAScript. Staðallinn samsvarar JavaScript 1.5 og er núna líka orðinn ISO-staðall.

JavaScript er oft ruglað saman við forritunarmálið Java en þau eiga lítið sem ekkert sameiginlegt fyrir utan líkar málfarsreglur.

JavaScript er fellt inn í HTML-skjöl með <script> taginu og er þá eigindið type með gildinu JavaScript en einnig er hægt að fella in VBScript á svipaðan máta. JavaScript innfelling gæti litið svona út: <script type="JavaScript">...</script>

Kemur þá JavaScript-kóðinn í stað '...'.

  Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.